Haukur Haraldsson
Haukur Haraldsson brautskráðist með BA próf í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1993 og Cand. Psych. prófi í klínískri sálfræði frá Árósaháskóla í Danmörku árið 1998. Árið 2001 lauk hann framhaldsnámi í hugrænni atferlismeðferð (HAM). Árið 2016 fékk Haukur sérfræðiréttindi í klínískri barnasálfræði.
Á starfstíma sínum hefur hann lagt áherslu á að afla sér endurmenntunar og handleiðslu og sækir regulega námskeið og vinnustofur í sálrænni meðferð. Á starfsferli sínum hefur Haukur komið víða við. Hann starfaði í átta ár sem sálfræðingur á Landspítalanum, bæði sem sálfræðingur á barna- og unglingageðdeild og á göngudeild geðdeildar fullorðinna þar sem að hann sinnti greiningu og meðferð. Síðastliðin 17 ár hefur hann starfað í hlutastarfi á fjölskyldu- og barnamálasviði Hafnarfjarðar og er einn af stjórnendum þess.
Haukur hefur starfað á eigin stofu síðan árið 1999 og þar sem að hann hefur sinnt greiningu og meðferð barna, ungmenna og fullorðinna ásamt því að annast handleiðslu ýmissa fagstétta. Einnig hefur hann lokið námskeiði um störf sálfræðinga í dómsmálum. Hann styðst við gagnreyndar aðferðir í starfi sínu eins og t.a.m. hugræna atferlismeðferð. Einnig sinnir hann greiningu á ADHD hjá fullorðnum og er í samstarfi við geðlækni þar að lútandi. Hann hefur haldið fyrirlestra og námskeið um ýmis sálfræðileg málefni í gegnum tíðina.
Haukur er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og starfar samkvæmt siðareglum þess, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og Félagi sérfræðinga í klínískri sálfræði.