Elvar Friðriksson
Elvar Friðriksson brautskráðist sem sálfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og fékk starfsleyfi sama ár. Á starfsferli sínum hefur hann unnið með börnum og unglingum með fjölþættan vanda, starfað í þunglyndis- og kvíðateymi og áfallateymi LSH, sinnt meðferð barna og unglinga sem hafa sýnt af sér áhættuhegðun, unnið með íþróttafólki og veitt framhaldsskólanemum sálfræðiráðgjöf.
Á Sálfræðistofu Hafnarfjarðar annast Elvar greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Hann sinnir m.a. kvíða- og þunglyndismeðferð og meðferð við lágu sjálfsmati, hegðunarvanda og áhættuhegðun.
Hægt er að hafa samband við Elvar í gegnum netfangið fridrikssone@gmail.com.