Hafðu samband
Ásrún Á. Jónsdóttir
Ásrún Á. Jónsdóttir útskrifaðist með MSc gráðu í klínískri sálfræði árið 2020 frá Háskólanum í Reykjavík og fékk starfsleyfi sama ár. Hún er einnig með MSc gráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá sama skóla.
Hún sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Hún annast m.a. kvíða- og þunglyndismeðferð og meðferð við lágu sjálfsmati og áfallastreituröskun.
Ásrún hefur áhuga á og reynslu af því að vinna með barnshafandi konum og andlegri líðan þeirra á tímabilinu í kringum og eftir fæðingu. Hún vinnur einnig mikið með menntaskólanemendur.
Hægt er að hafa samband við Ásrúnu í gegnum netfangið asruna86@gmail.com.