Anna Kristín Newton

Anna Kristín Newton brautskráðist með BA próf í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1997. Hún stundaði framhaldsnám í réttarsálfræði við Háskólann í Kent á Englandi á árunum 1999-2001. Hún lauk starfsréttindanámi í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands árið 2005. Hún aflaði sér kennararéttinda árið 2008 og fékk sérfræðiréttindi í klínískri sálfræði og réttarsálfræði árið 2015.

Á starfstíma sínum hefur hún lagt áherslu á endurmenntun og handleiðslu og sækir regulega námskeið og vinnustofur í sálrænni meðferð. Á starfsferli sínum hefur Anna Kristín komið víða við. Hún hefur meðal annars starfað sem sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, sinnt meðferð ungmenna í meðferðarúrræðum á vegum Barna- og fjölskyldustofu, unnið sálfræðimat fyrir barnaverndarnefndir og dómstóla, kennt réttarsálfræði á framhalds- og háskólastigi, starfað sem sérfræðingur á vegum OPCAT hjá umboðsmanni Alþingis og veitt framhaldsskólanemum sálfræðiþjónustu.

Í dag vinnur hún sem sviðsstjóri meðferðarsviðs Fangelsismálastofunar ríkisins ásamt því að starfa á eigin vegum á Sálfræðistofu Hafnarfjarðar en hún hefur rekið stofu í tæp 20 ár. Á stofu sinni annast Anna Kristín meðferð fullorðinna og ungmenna, einkum þeirra sem hafa sýnt af sér áhættuhegðun.

Hún styðst við gagnreyndar aðferðir á borð við hugræna atferlismeðferð (HAM) og hvatningarsamtalstækni (motivational interviewing). Hún vinnur að lausnamiðaðri nálgun (solution focused) á þeim vanda sem er til staðar og leggur áherslu á að efla styrkleika og verndandi þætti. Þá sinnir hún einnig handleiðslu og fræðslu á sviði ofbeldishegðunar.