Hafðu samband
Erla Guðmundsdóttir
Erla Guðmundsdóttir lauk BS prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og brautskráðist með MSc gráðu í klínískri sálfræði frá sama skóla árið 2017. Árið 2013 hlaut hún diploma í félagsfræði með sérhæfingu í afbrotafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur sótt fjölda námskeiða, ráðstefnur og vinnustofur tengdum sál- og afbrotafræði hér á landi sem erlendis.
Erla var annar stofnandi Áfalla- og sálfræðimiðstöðvarinnar í Hamraborg í Kópavogi og hún starfaði hjá EMDR stofunni þar í bæ. Í dag er hún í hlutavinnu sem sálfræðingur við
Kvennaskólann í Reykjavík samhliða því að vera sjálfstætt starfandi á Sálfræðistofu Hafnarfjarðar.
Erla sinnir meðferð fyrir 20 ára og eldri. Hún annast einkum meðferð við áfallastreitu, flóknum áföllum, lyndisröskunum (depurð, kvíða og þunglyndi), lágu sjálfsmati, afbrotahegðun, kynferðisofbeldi og óviðeigandi kynhegðun sem og almennri sálfræðiráðgjöf og handleiðslu. Hún notast við gagnreynda meðferðarnálgun eins og hugræna atferlismeðferð (HAM) og Eye Movement, Desensitization and Reprocessing (EMDR).
Hægt er að hafa samband við Erlu í gegnum netfangið erla@erlasalfraedingur.is.